Hjálparsveitarsöngur
Texti | |||
---|---|---|---|
Árni Hjartarson | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |


Þegar illskuveðrin geysa grimm,
grúfist yfir landið stórhríðin dimm,
þegar allt er týnt bæði átt og leið
þú munt ætíð finna hjálp í neyð.
Brimið öskrar hátt við boða og sker,
brjálað rokið trylltar öldurnar ber,
þegar ólög æða um höfin breið
þú munt ætíð finna hjálp í neyð.
Því yfir þér vakir auga frátt
og eyra sem að heyrir og veit.
Komum skjótt,
sýnum þrótt,
þjótum fljótt,
strax í nótt.
Þú mátt reiða þig á hjálparsveit.
Veglaus rjúpnaskytta villt og smá,
vanbúinn jeppakall í hyldjúpri á,
útigangshestur við eymd og deyð,
þú munt ætíð finna hjálp í neyð.
Því yfir þér vakir auga frátt
og eyra sem að heyrir og veit.
:Komum skjótt,
sýnum þrótt,
þjótum fljótt,
strax í nótt.
Þú mátt reiða þig á hjálparsveit.: