Sagnasafn Hugleiks

Hjálparsveitarsöngur

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Þegar illskuveðrin geysa grimm,
grúfist yfir landið stórhríðin dimm,
þegar allt er týnt bæði átt og leið
þú munt ætíð finna hjálp í neyð.

Brimið öskrar hátt við boða og sker,
brjálað rokið trylltar öldurnar ber,
þegar ólög æða um höfin breið
þú munt ætíð finna hjálp í neyð.

Því yfir þér vakir auga frátt
og eyra sem að heyrir og veit.
Komum skjótt,
sýnum þrótt,
þjótum fljótt,
strax í nótt.
Þú mátt reiða þig á hjálparsveit.

Veglaus rjúpnaskytta villt og smá,
vanbúinn jeppakall í hyldjúpri á,
útigangshestur við eymd og deyð,
þú munt ætíð finna hjálp í neyð.

Því yfir þér vakir auga frátt
og eyra sem að heyrir og veit.
:Komum skjótt,
sýnum þrótt,
þjótum fljótt,
strax í nótt.
Þú mátt reiða þig á hjálparsveit.: