Sagnasafn Hugleiks

Á Iðavöllum

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Á Iðavöllum ástin mín
unga hún situr er birtan dvín,
en jörðin hægt um heimsásinn hallar
vesturhveli í skuggann sinn.

Örlagavaldur láttu laus mín bönd
og leyfðu mér að finn’ hana á stjörnuströnd.
Örlagavaldur láttu laus mín bönd.

Frjáls um eina óttustund
yfir hraun og gíga á hennar fund
ég fákum mínum legg á loftsins braut
og léttilega skeiða um himinskaut.

Örlagavaldur, láttu lausan taum
og leyfðu mér að finn’ hana við stjörnustraum.
Örlagavaldur, láttu lausan taum.

Á Iðavöllum ástin mín
unga hún situr er birtan dvín.
Ég höndum strýk um hár og kinn
og hjúfra mig þétt upp við brjóstin stinn.

Örlagavaldur, ljúktu upp lásum þeim
og leyfðu mér að finn’ hana í stjörnugeim.
Örlagavaldur, ljúktu upp lásum þeim.