Sagnasafn Hugleiks

Örlagavaldur

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Örlagavaldur eftirláttu mér
ástina mína símaskáldið sem kemur svo oft og fer.
Ég skal vera honum æ svo góð,
ég skal syngja honum öll hans ljóð,
ég skal vera svo feimin og rjóð.
Örlagavaldur eftirláttu hann mér.

Örlagavaldur, láttu hann yrkja um mig
agnarlítið kvæði í blöðin um stjörnuna sína og sig.
Ég skal vera honum æ svo kær,
ég skal vera honum ætíð nær
ég skal verða hans símamær.
Örlagavaldur, láttu hann yrkja um mig.

Örlagavaldur, óska mundi ég mér,
að hann vildi af mér þiggja bæði flot og smér.
Ég skal gefa honum góðmeti,
ég skal seðja hann á súrmeti,
ég skal gleðja hann með kýrketi,
Örlagavaldur, blanda honum sykur og ger.

Örlagavaldur, hvíslaðu í eyra hans
að það mundi alla gleðja, ef ég yrði hans.
Ég skal hugga hana Ingveldi,
ég skal klappa honum Ólafi,
ég skal hlæja við ráðsmanni.
Örlagavaldur, smalinn jafnar sig.

Örlagavaldur, ég á ekki skilið hrós.
Undir beltinu ber ég núna agnarpínkulítið ljós.
Láttu það verða lítinn dreng,
láttu hann eignast hamar og keng,
láttu hann leggja símastreng.
Örlagavaldur, ég þarf víst út í fjós.