Sagnasafn Hugleiks

Fyrra kattarkvæði rithöfundarins

Texti
Jón Daníelsson
Lag
Árni Hjartarson

Allt tekur enda um síðir,
örvasa kattarhró.
Lífs eftir hret og hríðir
hlotnast þér dauðans ró.

Leysi þig læknar blíðir
svo ljúkist amstur og kíf.
Allt tekur enda um síðir,
einnig þitt níunda líf.