Söngur snyrtibúðareigandans
Texti | |||
---|---|---|---|
Hjördís Hjartardóttir | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |


Á ég að þora að dreyma draum,
draum sem getur kannski ræst?
Hann mér gefið hefur gaum,
eða gerir kannski næst.
Á ég höfði að halla að
herðum breiðum þessa manns,
— njóta yndis við hans ástarhót
er undurblítt hann gælir við minn fót.
Almáttugur, en sú kvöl,
ekki veit ég hvar ég stend.
Búðarreksturinn var böl,
bara að taki betra við.
Á ég á vænum manni völ?
Vill hann standa mér við hlið?
Ég nýt ylsins við hans ástarhót
er undurblítt hann gælir við minn fót.