Sagnasafn Hugleiks

Söngur konunnar með köttinn

Texti
Hjördís Hjartardóttir
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Úti er dimmt og drundi stór,
döpur fjöll og rignir inn.
Vinur minn frá mér fór,
hann ferðast um himininn.
Glæddist mér vonin veik,
vögguljóð blítt hann kvað,
eygði ég líf og leik
og lukku sem renndi í hlað.

Snart mig höndin heit og mjúk,
er herðar mínar létt hann strauk.
Í unaðshrolli, ástarsjúk
í örlagavindi fauk.

Þú dauða bíður, dýrið smátt,
dáið skáld með ljóðin fín.
Lífið mig leikur grátt
og lítið sem bíður mín.