Sagnasafn Hugleiks

Söngur ráðskonunnar

Texti
Hjördís Hjartardóttir
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Við óvissu að búa ég alls ekki ræð
né þau ósköp af konum sem leggja á mig fæð.
Ég vil verða eins manns kona.
Búa að manni og brjóta hans lín,
byði okkur oddvitinn líka til sín,
og hring hafa á fingri si svona.

Ég elska hann alltaf þann einasta mann,
það unað mér veitir að hugsa um hann,
að punta hann og prjóna á hann sokka.
Barasta hreint að ég ætti hann ein,
þá yrði ég ekki við fjósverkin sein
og gældi um leið við hans lokka.