Sagnasafn Hugleiks

Söngur bóndans

Texti
Jón Daníelsson
Lag
Árni Hjartarson

Þakið aftur upp á við
óðum lyftist þegar ég
að því kemst með kúbeinið.
Kynding snýst á besta veg.
Loðdýr aldrei líta vil
svo lengi blessuð sólin skín.
Við þig skil ég aldrei, aldrei,
elsku, fína, ríka barbídúkkan mín.

Í garðinum má byggja bú.
Búbót læt ég senda mér.
Þessi blessuð búðarfrú
bráðum fær að strokka smér.
Loðdýr aldrei líta vil
svo lengi blessuð sólin skín.
Við þig skil ég aldrei, aldrei,
elsku, fína, ríka barbídúkkan mín.