Skálasöngur
Texti | |||
---|---|---|---|
Árni Hjartarson | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |


Upp með staupin, upp með grín!
Upp með bjór og brennivín!
Upp með hjarta, upp með sál!
Einn, tveir, þrír, fjór, skál!
Ef að þreytt ég sit að sumbli sokkin raunir mínar í.
Sé ekk’út úr sortanum er sagt að ráðið sé við því,
að finna félagana, sem fullir dægrin löng og ströng
sitja niðrá hverfiskrá og kveða þennan skálasöng.
Upp með staupin...
Sé ég ein og yfirgefin öll mín gleði fyrir bí,
enginn sefar sorg mína er sagt að ráðið sé við því,
að finna félagana, sem fullir dægrin löng og ströng
á rassinum í Rúgbrauðsgerð raula þennan skálasöng.
Upp með staupin...