Sagnasafn Hugleiks

Tæfan hann á tálar dró

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Eitt sinn þekkti ég ungan svein
og unni honum heitt
og sveinninn ungi unni mér,
allt er síðan breytt.

Eitt sinn man ég ungan svein
um ástir hvísla og þrár.
Ég kyssti hann þá kossinn einn,
sem kannski var of smár.

Því tæfan hann á tálar dró,
tryllt’ ann spilltum hugsunum.
Já, tæfan hann á tálar dró,
tældi hann úr buxunum.

Eitt sinn vissi ég ungan svein
ærðan af sinni girnd.
Í hreinleikanum fall mitt fólst,
ég framdi því miður aldrei synd.

Tæfan hann á...