Sagnasafn Hugleiks

Örvæntingardúett

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Sveinn
Konu orðum karl minn trúðu eigi
þótt hvísli þær og sýni blíðuhót,
þær vefja þér um fingur sér og fara
svo fagnandi á næsta ástarmót.

Sæunn
Ungum manni enginn skyldi trúa
og allra seinast þeim sem glæstur er.
Slíkum manni er leikur einn að ljúga,
hann lævíslega hjartað úr þér sker.

Dúett
Blóðið kvíslast kalt um æðar mínar,
kal á hjarta er mitt dauðamein.
Sálin hefur sokkið oní myrkrið
og hún svífur þar um
hrygg og hrjáð og ein.

Sveinn
Það er vonlaust fyrir kotungsson að keppa
um kvenfólkið við hina vígðu hjörð.
Hún sendi presti rauða rósaleppa.
Ég rota hann við næstu messugjörð.

Dúett
Blóðið kvíslast...