Mjúkur uppi
Texti | |||
---|---|---|---|
Árni Hjartarson | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |


Hallveig
Þú ert mjúkur uppi og umhverfisvænn
elskan mín en samt ertu þó alls ekki svo grænn.
Hvati
Kommúnismi, íhald og framsókn er frat
mér finnst því best að vera hægri sósíaldemókrat.
Hvati
Ég byrjaði í búskap og mokaði flór
og baslaði við rollurnar með pabba.
Hallveig
Rjóminn flaut í lækjum og lömbin urðu of stór,
lúxus óx og bændur hættu að kvabba.
Dúett
Þá sást strax þann sólardag
að svona lagað var á móti öllum þjóðarhag.
Hvati
Þá dreif ég mig í þorpið í síldarsöltun fór
á sjóinn hélt og veiddi þorsk og ýsur.
Hallveig
Skipin veiddu mikið og voru mörg og stór
í verkunina réðust kátar skvísur.
Dúett
Þá sást strax þann sólardag
að svona lagað var á móti öllum þjóðarhag.
Hvati
Þá flutti ég í höfuðstaðinn, höndla nú með fé
með húsbréf, verðbréf, hlutabréf ég manga.
Hallveig
Með segulkrafti og steinum ég lækna fólk og fé
og flyt með þulum mínum fjöll og dranga.
Dúett
Nú sést það vel hvern sólardag
að svona lagað fellur best að öllum þjóðarhag.