Sagnasafn Hugleiks

Svefnherbergisljóð

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Yljaðu bólið þitt bóndi minn,
bráðum ég stíg í sæng.
Á prikinu húka hænurnar
með höfuð sín undir væng.

Það er svo margt sem ógert er,
áhyggjur sækja að mér.
Einn heimtar graut,
annar vill naut.
„Átt’ ekki harðfisk og smér?“

Sofnaðu ljúft,
já, sofnaðu djúpt
og dreymdu ekki neitt.
Hér kúrir þú ber,
vilt káfa á mér,
og hugsar aðeins eitt,
með allar þínar sveitt-
u hendur.

Hrjóttu nú hátt,
nei, hrjóttu lágt
og hreyfðu ekki lið.
Þú aldrei lest bók,
hvað, ertu ekki í brók?
Ég þrái aðeins frið.
Mér klígjar auk þess við,
öllum þessum ið-
andi fingrum.