Morgunsöngur Sigurlínu
Texti | |||
---|---|---|---|
Árni Hjartarson | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |


Sólin rís af sævarbeði
sæl og rjóð og þur.
Skín á mig með glöðu geði.
Geispar ástmögur.
Gleðst nú allur garðablómi
gróir runni hvur.
Á bílnum merlar morgunljómi.
Mumlar ástmögur.
Á morgnana lætur hún draumana dafna
og dansar um létt á pinnmjóum hæl,
í rósóttum kjól með rauðgullnar varir
og reykir úr munnstykki sæl,
með Parísarstæl.
La lalla lalla lalla la osfrv.
Heitur smýgur gegn um glerið
geisli heilnæmur.
Heiðvirð alltaf hef ég verið.
Hrýtur ástmögur.
Í pottum mínum rósir rjóðar
reisa blómkörfur.
Soldið feimnar, soldið hljóðar.
Sofðu ástmögur.
Á morgnana...