Sagnasafn Hugleiks

Húsmæðrafræði

Texti
Hjördís Hjartardóttir
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Konur verða margt að kunna:
af kærleik hugsa um heimilið,
baldera og börnum sinna
og bóndans girndum halda við.
Varast skal því verst má telja
að vera mikið út á við
en heima vera, hárið snyrta
og hugsa mest um útlitið.

Eins er gott að gleðja maka
með góðum, heitum kvöldverði,
í desert rjóma-döðlukaka,
dáldið nýtt og spennandi.
Börnin í ró og búið að taka
blúnduteppi af sænginni.
Svo með vænum manni vaka
og vera svoldið eggjandi.