Sagnasafn Hugleiks

Sálmur Meyvants

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Nú er að hefjast hátíðarstundin,
holdsins girndum vísa ég á bug.
Fýsn og losti, bólfimi og beðmál,
brjóst og lær og naflar hverfið mér úr hug.
Þrettán ár með þrettán sauðamönnum,
þrotin eru nú og fyrir bí.
Drottins náð og miskunn oftast minnir
á málverk eftir Leonardo da Vinci.

Ég er alvalds vígður þjónn og þjóna
þakklátur við langborðið í kvöld.
Álfar, tröll og kynjaverur klókar
og kvöldriður í skammdeginu hafa völd.
Hallelúja, hósípósíanna,
heyr brátt einn sitt dauðastríð.
Árumkári, amen bí og bæbæ.
Borin skal nú fram sú hinsta kvöldmáltíð.