Lokavers
Texti | |||
---|---|---|---|
Hjördís Hjartardóttir | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |
Áfram tímans hjólið tifar
tunglið skín á fjallasal,
okkar fólk mun ánægt lifa,
una hér í þessum dal.
Það gengur saman glatt til verka
gerir það sem gera skal,
engum mun það auði safna,
ávallt hafa léttan mal
Þess er auðna, góðir gestir,
gæfan mest í raun er sú
á sumri, vetri, vori, hausti
vera yfir litlu trú.
Það eitt tryggir, trúa megið,
torvelda að komast brú
til himna og þar í herrans nafni
heldur snoturt eignast bú.