Sagnasafn Hugleiks

Þegar dumbrauð sólin

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

Sveinn
Þegar dumbrauð sólin
sígur niðr'að hlíð
og sest við aftaneld
Þá ég beisla Sörla og söðla Stinna-Rauð
til Sæunnar ég held

Sæunn
Þegar dumbrauð sólin
til svefnhúsanna fer
ég set upp hattinn minn.
Prúðbúin ég vænti vinar míns í hlað
með vakra folann sinn

Dúett
Og þegar rökkvar rennum við á skeið
og reynum fjörtökin.
Tölum lágt um tryggð og ástareið
töfrum náttúrunnar umvafin.

Sveinn
Í aðalberjahvammi áð er skamma hríð.
Er til betra líf
en knýja reistan gamminn og glymja láta völl
og gleðja fagurt víf?

Sæunn
Í aðalberjahvammi hann hvílir litla stund
á kossa ekki spar.
Rauð ég strýk um makka og leiði hann að lind
og læt hann drekka þar.

Dúett
Og þegar rökkvar rennum við á skeið
o.s.frv. ....