Sagnasafn Hugleiks

Söngur prestsins

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

Ég verð að fá mér maddömmu sem allra allra fyrst
en ekki verður gott að finna hana.
Hún þarf að geta hjúkrað mér af sannri læknislist,
mig langar svo að láta við mig stjana.
Hún þarf að geta nuddað burtu bólgu og æðahnút,
með blíðum strokum forðað mér frá fúllyndi og stút.
Finnist hún ei skjótt þá bíð ég bana.

Talkafli
Æ, Brúnka mín er gigtin
og hrossasóttin alveg að drepa þig?
Hvar finnurðu mest til auminginn?
Ég verð að finna mér konu sem kann
bæði mannalækningar og hrossalækningar.

Nábítur og þjótak mér lífið gera leitt,
líkþornin þau eru mér til ama,
gyllinæðin yfir mig bölvun hefur breitt,
bakverkur og gigtarköst mig lama.
Mér gagnast ekki verk- og vindeyðandi hót,
í kúadellubökstrum er kannski heilsubót.
Ég konu verð að finna með það sama