Búnaðarbálkur
Texti | |||
---|---|---|---|
Hjördís Hjartardóttir | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |


Döggvott gras á degi árla,
dalur sefur, allt er hljótt.
Geng ég hér í gleði minni:
gemlingurinn bar í nótt.
Með söng í hjarta, sól í sinni,
í sálu minni er kyrrt og rótt.
Ég líki ei saman fegurð fljóða
og fífilsprota á lambhústóft.
Tralalala...
Heiðgulum fífilssprota á lambhústóft.
Morgunstund um móa ganga,
mikla unum telja ber.
Finna strjúkast við sinn vanga
vorþey blíðan – leika sér.
Láta dátt að litlu lambi,
lóuhóp við augu ber.
Gott er að búa í góðu landi,
góður Guð, ég þakka þér.
Tralalala...
Elsku hjartans góði Guð, ég þakka þér.