Sagnasafn Hugleiks

Ævintýrið endar vel

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Núna leiknum lokið er
leikararnir rætur grafa og muru,
Sveinn giftist síðar Sæunni
saman áttu fjölmörg börn og buru.
Presturinn alheill orðinn nú
og Úlfhildur varð nokkru síðar biskupsfrú
og áttu börn og bú í guðsótta og trú.
Föru-Manga og Hildur hófu brátt
huldulækningar og urðu frægar.

Ævintýrið endar vel
öllum kjöftum hæfir skel,
kötturinn hann setti upp vökvastýri
úti í mýri.

Salvör og þormóður þrauka enn
þó að allt túnið sé í sinu.
Ketill er orðinn aðalmaðurinn
í Uppfinningamannafélaginu.
Málfríður sveif á æðra svið
með Sveini er í biðröðinni upp við Gullna hlið.
(Það styttir ögn þá bið
að hann klípur við og við).
Vonum að ykkur sé orðið rótt
öllum bjóðum við svo góða nótt.