Sagnasafn Hugleiks

Súrkálssöngur

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Allt er hér í niðurníðslu
norpar þjóð með víli og voli,
útgerðin í árans kreppu,
iðnaður í kaldakoli.
Hagvöxturinn hægir á sér
hallinn nú er
hundrað þúsund milljón krónur.
Æ, því er nú ver.

Svo er sagt við missum bráðum
bandaríkjaher.

Verslunin er voða lítil,
viðskiptin í skötulíki,
sölutekjur minnka mikið
margur þó að skattinn svíki.
Alltaf rýrnar greiðslugetan
gatið nú er
100.000.000.000 kr.
Æ, því er nú ver.

Ég held það sé að sökkva
þetta skítblanka sker.

Hvað er það sem gefur gróða í hönd?
Súrkál!
Gjaldeyristekjur og viðskiptabönd?
Súrkál!
Súrkálið hagfótinn hressir best,
hagnaðarvonin læknar flest.
Súrkál!

Bissnismenn þeir bjarga öllu,
byggja upp með geysi snjöllu
hugarflugi og heppni í spilum.
Halda öllu í góðum skilum.
Hagvöxturinn herðir á sér
hallanum er
snúið upp í ofsagróða
eins og vera ber.

Og erlent fjármagn okkur gerir
alla ríka hér.

Hvað er það sem gefur gróða í hönd?
Súrkál!
Gjaldeyristekjur og viðskiptabönd?
Súrkál!
Súrkálið hagfótinn hressir best,
hagnaðarvonin læknar flest.
Súrkál!