Sighvatur kæri komdu
Texti | |||
---|---|---|---|
Árni Hjartarson, Hjördís Hjartardóttir | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |


Alltaf í spilum mínu megin
mætti hann Hvati tvíuppsleginn,
ásar og hjörtu allt um kring
ég sá ást og trúlofunarhring,
við myndum saman ganga gæfuveginn.
Nú er hann eilíft úti að vinna
erindum og braski að sinna,
ein ég bíð og býst við honum
þótt bregðist hann oftast mínum vonum.
Ég stóla á aðstoð steinanna minna.
Komdu heim, komdu heim,
Sighvatur kæri komdu heim.
Agat hjónabandið bætir,
basalt lífgar, auðgar, kætir,
súrt berg með öflugt segulsvið
er sagt munu laga kynlífið
og sjá til þess að maðurinn mæti.
Komdu heim, komdu heim,
Sighvatur kæri komdu heim.