Illur endir
Texti | |||
---|---|---|---|
Árni Hjartarson | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |


Finnst ykkur þett'ekki illur endir?
Andlát er sorglegur viðburður.
Í brjósti bærast skrýtnar kenndir.
Í búri syndir gullfiskur.
Kálver og áááálver eru fyrir bí,
alsherjarkreppa heims um ból,
herðum upp hugann, syngjum söngva því
sorginni má gleyma í rósakjól.
Arnljótur:
Hími ég dauður í heitum pott
en hún er farin að lifa flott.
Allir:
Nú er sýningin bara búin,
bjórinn freyðir á næstu krá.
Listin er bæði löng og snúin,
lífið er stutt og árin fá.
Látið því tímann ekki ganga greipum úr,
gefið sem flestu undir fót,
dansið og drekkið vínin sæt og súr
og sækið sem alflest fermingarbarnamót,
og sækið sem alflest fermingarbarnamót,
og sækið sem alflest fermingarbarnamót.