Sagnasafn Hugleiks

Ráðskonan á Svartagili

Texti
Hjördís Hjartardóttir
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Ráðskonan á Svartagili sefur,
úría dúría, úría dúría, dillidó.
Í sínum draumum margt að stússa hefur.
Bíum, bíum, bíum, bíum, bambaló.
Í pússi hennar pífusvuntan hvíta
Abba labba, abba labba, labbaló.
Og pönnukökuuppskrift má þar líta.
Ári minn kári, ári minn kári og korriró.

Við nú blasa bjartir, fagrir dagar,
úría dúría...
Bóndinn ungi starfar margt og lagar.
Bíum bíum...
Ljósið skín á línið hvítt og strokið.
Abba labba...
„Lilja dalsins“ hefur störfum lokið.
Ári minn kári...

Í húmi nætur halda þau til hvílu,
úría dúría...
Hamingjusöm og ekki í neinni fýlu.
Bíum bíum...
Allt í góðu standi úti og inni.
Abba labba...
Unaður og friður þeim í sinni.lokið.
Ári minn kári...