Tjútturassar
Texti | |||
---|---|---|---|
Árni Hjartarson | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |


Látum dansinn duna álfaþjóð
dúndrandi fjörið ríkir lengst fram á kvöldin,
spilum sprellifjörug hulduljóð,
sprækustu fjörkálfarnir taka nú völdin.
Kveður hátt í hamraborg,
tra la lalla la.
Hérna þrífst ekki deyfð og sorg,
tra lalla la.
Hér ríkir gleði um stræti og torg,
tra la la lalla lalla,
tra la la lalla lalla.
Rífa sig sterku strigabassarnir,
stíga nú víkivakann álfaskessur,
tuskast allir tjútturassarnir,
tryllast allar gamlar dillibossur.
Kveður hátt í hamraborg,
tra la lalla la.
Hérna þrífst ekki deyfð og sorg,
tra lalla la.
Hér ríkir gleði um stræti og torg,
tra la la lalla lalla,
tra la la lalla lalla.
Kætumst í sunnanátt og sólskini.
Kætumst þótt norðanátt og næðingur hvíni.
Kætumst í vestanátt og votviðri.
Kætumst í austanátt - hæ! - allt er í gríni.
Kveður hátt í hamraborg,
tra la lalla la.
Hérna þrífst ekki deyfð og sorg,
tra lalla la.
Hér ríkir gleði um stræti og torg,
tra la la lalla lalla,
tra la la lalla lalla.