Sagnasafn Hugleiks

Álagaóperan

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Illa líst mér
stelpusubban sú
sem er að troða sér og troða sér og troða sér
í drengsins gullabú.
Tiginborinn
tignarsonur minn
tíkina verður nú að varast,
því við erum betri en almúginn.

Æ stelpuflón
þú færð þín málagjöld
(Ó vei, ó vei, ó vei!)
Ég byrja forvarnir, já forvarnir, já forvarnir
sem duga heila öld
(Ó nei, ó nei, ó nei!).
Þér hefnist fyrir
fleðuganginn þinn.
(Ó vei, ó vei, ó vei!)
Ég felli álögin mín yfir þig,
þú ætlaðir að fleka drenginn minn.

Ég gala hátt
og galdurinn hefst nú:
(Ó vei, ó vei, ó vei!).
Gnöktandi hrókahrókur, krókakrókur, lókalókur
spjalla þú og spú!
(Ó nei, ó nei, ó nei!).
Mín áhrinsorð
þau hrífa forn og flá
(Ó vei, ó vei, ó vei!).
Ég stagla: Aggla gaggla aggla gaggla aggla gaggla
aggla gaaaaaagla gááááááááááááá!