Víxlsöngur Bölvars og Ragnars
Texti | |||
---|---|---|---|
Árni Hjartarson | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |


Milljóner,
milljóner vil eg verða,
auðæfi,
auðæfi grafa úr jörð.
Silfursjóð,
silfur vildi ég finna.
Sviti og blóð,
hér sjást aðeins lambaspörð.
Krummaskuð
og skítapláss má kalla
Þessa sveit
og sveitir út um allt
Vistarband,
vistarbandið slítum.
Við munum leita gæfunnar syðra
en lánið er valt.
Kaupmaður,
og krati vil ég verða,
heildsali,
höndla kalkúnalær
af danskri ætt,
með danska svínaskinku.
Skundum burt,
skerum sauði og ær.
Krummaskuð
og skítapláss má kalla
Þessa sveit
og sveitir út um allt
Vistarband,
vistarbandið slítum.
Við munum leita gæfunnar syðra
en lánið er valt.