Sagnasafn Hugleiks

Lán í óláni

Um sýninguna: Lán í óláni

Elsta efst

26/4  24/4  23/4  22/4  21/4  20/4  19/4  18/4  10/4  6/4  4/4  3/4 

26/4 2006

Síðasta kvöldið fyrir sýningu, og enn erum við á Eyjarslóðinni. Renndum tvisvar, nú með fínu spjaldskrárskúffunum sem við fengum í Ártúnsskóla. Smá þreyta, en flest rann bara vel. Mössum þetta á morgun.

Sigurður H. Pálsson

24/4 2006

Unnið áfram á Eyjarslóðinni við að slípa og smyrja. Í síðari tilraun kvöldsins náðist að koma fyrri þættinum á verulegt flug, og sá seinni gerði heldur ekkert annað en að batna. Bara meira svona!

Orð dagsins er „pípuorgel“.

Sigurður H. Pálsson

23/4 2006

Seinni (já, seinni) æfingadagurinn í húsinu. Rennt og rennt, allt fyrir smurninginn. Síðustu leifar af textahnökrum eru að snikkast af og allt að verða liprara. Karakterarnir eru líka farnir að blómstra hver um annan þveran. Gaman. Nú vantar okkur bara ennþá spjaldskrárskáp. ARG!

Sigurður H. Pálsson

22/4 2006

Þetta var sú fyrsta af fáum æfingum sem við getum haft í húsinu. Það var næsta ótrúlegt hvað það gekk vel að koma öllu þessu fólki fyrir á sviðinu án þess að það væri mikið að detta hvað um annað. Þetta gæti nú bara orðið barn í brók eftir allt saman...

Sigurður H. Pálsson

21/4 2006

Vá, rennsli! Lausleg tímataka bendir til að þetta séu ekki nema um 40 mínútur í leik. Bætum inn nokkrum dramatískum þögnum.

Vantar ennþá spjaldskrárskáp. Anyone?

Sigurður H. Pálsson

20/4 2006

Sumardagurinn fyrsti, en ekkert frí fyrir Dísu, Jennýju og Jón Geir. Atriðið þeirra rann vel og fullt af skemmtilegum hlutum að gerast. Útkeyrður höfundurinn lét sjá sig, og lét sem henni litist þokkalega á.

Sigurður H. Pálsson

Athugasemdir: 1

19/4 2006

Nú höfðum við aftur (næstum því) allt gengið og gátum lagt seinni partinn nokkuð vel. Talsvert föndur með stöður, en þegar er búið að ýta þeim út í kant eða uppsviðs sem eru ekki að gera neitt svo mikið þá og þá stundina þá ætlar þetta að gera sig.

Enn höfum við fengið dálitlar betrumbætur frá höfundi, og munar þar ekki minnst um þennan líka ljómandi smellna endi.

Sigurður H. Pálsson

18/4 2006

Eftir hroðalega langt hlé gátum við tekið til hendinni aftur. Tókum í gegn fyrri hluta fyrri hlutans (þetta segir öllum mikið) og hreinsuðum til. Einkum var fyrsta atriðið orðið nokkuð ryðgað, en kom nokkuð vel undan ryðhreinsuninni. Reynt var að hafa smáhemil á Guðfinnu, en það er þetta með lyfin...

Sigurður H. Pálsson

10/4 2006

Fyrsta æfing með öllum hópnum, níu leikurum og tveimur leikstjórum. Rúlluðum yfir allt stykkið og unnum svo fyrir alvöru í seinni hlutanum (til þess vorum við jú með alla þessa leikara þarna). Það verður föndur að láta allt þetta fólk þvælast sem minnst hvert fyrir öðru á frímerkissviði, en við höfum nokkur trikk í ermum.

Öryrkjar allra þjóða, sameinist!

Sigurður H. Pálsson

6/4 2006

Í kvöld var Rúnar mættur, enda orðinn langþreyttur á að heyra í síma frá mér hvað það væri gaman hjá okkur. Dísa og Jenný voru líka mættar, svo og hinn uppsegjanlegi Jón Geir. Undirritaður var alveg á mörkunum að koksa á að mæta, enda allverulega lumpinn. Við slípuðum svolítið senu þeirra Bergþóru og Kristínar, og bættum Arnari framan og aftan við, auk þess sem hann fær að láta aðeins sjást í sig á meðan líka.

Sigurður H. Pálsson

Athugasemdir: 1

4/4 2006

Önnur æfing. Innkoma hinnar foreldralausu Krístínar. Henni leist ekkert illa á að fá frændur og frænkur í leiðinni. Loks tókst henni með undraverðum hætti að bregða fyrir sig Sylvíu Nótt!

Sigurður H. Pálsson

Athugasemdir: 1

3/4 2006

Fyrsta æfing. Rúnar var vant við látinn, svo ég þjófstartaði bara með Dísu og Einsa í fyrsta atriðinu. Þetta ætlar að verða gaman. Við óðum áfram í slappstikki með ímyndaða spjaldskrá og fleira. Dísa sá varla neitt fyrir viðbjóðslegu gleraugunum sem var troðið upp á hana.

Orð dagsins er „venjulegt“.

Sigurður H. Pálsson