Sagnasafn Hugleiks

Sálir Jónanna ganga aftur (1998)

Höfundar:

Ingibjörg Hjartardóttir
Sigrún Óskarsdóttir
Unnur Guttormsdóttir

Breytt og endurbætt söngleikjaútgáfa af leikritinu Sálir Jónanna. Grallaraleg leikgerð á þjóðsögunni alkunnu um kerlinguna og sálina hans Jóns hennar. Í þessari útgáfu eru fjórir Jónar, hver með sínu laginu, og makarnir sömuleiðis. Kölski og aðstoðarmaður hans reyna hvað þeir geta til að veiða sálirnar fjórar, enda svo fátt orðið í helvíti að útlit fyrir að það verði fyrr en seinna sameinað hinum staðnum. Þeir beita ýmsum brögðum og tekst að klófesta sálirnar og fylgdarfólkið, en hinum glötuðu berst aðstoð úr óvæntri átt.

Söngtextar:

Kotakot í kotum

Sett upp af Hugleik:

Möguleikhúsið við Hlemm (1998)