bonnie, 3/2 2007 kl. 11:57:
Já ég er sammalá Sigga, gaman og tíminn geysivel nýttur
Vala, 3/2 2007 kl. 12:05:
Ja fyrir suma er þetta bara spurningin um að vera þolinmóða og þrauka og ég efa ekki eina mínútu af mínu annars fremur stutta og ómótaða lífi að þegar við í sameiningu komum að síðustu blaðsíðunni, þar sem við föllumst í faðma og kyssumst löngum og munúðarfullum kossi áður en leikstjórinn segir okkur að koma okkur aftur á svið og tjaldið lyftist með hægum en þokkafullum hætti, þá munum við finna að við höfum gengið til góðs. Hefur nokkur annars séð hann Jóhannes?
Aftur í dagbók
26/1 2007
Enn er þetta allt jafn niðurbútað, og verður það eflaust áfram um hríð.
Fyrir þá sem ekki þekkja til: Í leikritinu eru 27 atriði. Í hverju atriði koma fyrir að meðaltali
2,7 persónur (þessi tala er fengin þannig að bloggari ranghvolfdi augunum, leit á æfingaplan síðustu viku, ranghvolfdi augunum aftur, skrifað töluna 2,3 --- ranghvolfdi svo augunum einu sinni enn og breytti í 2,7).
Þetta hefur í för með sér mikið rennerí á Eyjarslóðinni. Oddur Bjarni raðar saman æfingaplani af mikilli list, þannig að það kemur vart fyrir að nokkur sitji í setustofunni góðu og nagi táneglurnar. Yfirleitt röltir maður inn á tilskildum tíma, nær að sötra hálfan kaffibolla (sem leikstjórinn hefur oftar en ekki hellt upp á), gengur á svið og gerir stöff í 1-2 tíma, og svo fer maður heim, sáttur. Maður fær stundum á tilfinninguna að það sé eitthvað lítið um að vera, en það þarf bara aðeins að stoppa og hugsa um strúktúr verksins, og hvað hlýtur að vera að gerast þegar maður er ekki á staðnum sjálfur, og þá gengur það yfir.
Held ég sé bara skemmdur af því að vera í:
a) Sýningum sem eru þess eðlis að það eru meira og minna allir að æfa alltaf. Það er magnaður andskoti, krefjandi, gaman og oft árangursríkt. Sjá
Memento,
Patataz og nú
Bingó.
b) Sýningum þar sem er engin ástæða til að allir séu á svæðinu, en leikstjórinn hefur ekki rænu á að koma í veg fyrir að stór hluti leikhópsins eyði klukkustund eftir klukkustund, eða jafnvel kvöldi eftir kvöldi, í að sitja, sötra kaffi, leita að umræðuefnum (eða umhvísliefnum) og reykja úr sér lungun. Við látum vera að nefna dæmi um þetta.
Sigurður H. Pálsson
26/1 2007