Sagnasafn Hugleiks

Matselja hans hátignar (1993)

Höfundar:

Ármann Guðmundsson
Þorgeir Tryggvason

Matselja hans hátignar ásamt hinum illa bróður hans hátignar áforma að byrla hans hátign eitur í því skyni að koma höndum yfir eigur hans. Sonur hennar (matseljunnar) kemst að raun um ráðabruggið og nær að stöðva hans hátign í að borða eiturbrasið, en þá fær matseljan útrás fyrir vonbrigðin með því að drepa hinn illa bróður. Flýr hún að því loknu umsvifalaust austur, í klaustur. Hans hátign launar syni matseljunnar með því að gefa honum dóttur sína, sem hann af góðum og gildum ástæðum hefur hingað til „veigrað sér við að sýna“.

Söngtextar:

Fagnið því leiknum er lokið
Örvæntingararían
Makarín og mulið grjót
Flærðardúett

Sett upp af Hugleik:

Vestmannaeyjar (1993)
Hafnarhúsið við Tryggvagötu (1994)