Sagnasafn Hugleiks

Yndisferðir (1990)

Höfundur: Árni Hjartarson

Leikurinn gerist á árshátíð ferðaskrifstofunnar Yndisferða í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík. Þrátt fyrir ytri glæsileika og rómaða velgengni stendur reksturinn á brauðfótum. Undirmennirnir gera áætlun um að yfirtaka fyrirtækið, en forstjórinn sér við þeim, enda þaulvanur að komast undan gjaldþrotum með glæsibrag. Við sögu koma einnig makar starfsmannanna, drykkfeld eiginkona forstjórans og „Rúgbrauðsgerðarmaðurinn“ skrautlegur embættismaður „á vegum hússins“. Allt fer á hinn versta veg að lokum.

Söngtextar:

Skálasöngur
Auglýsingasöngurinn
Sumarbrúnar meyjar
Yndisferðir

Sett upp af Hugleik:

Galdraloftið (1990)