Sagnasafn Hugleiks

Hamarinn í Garðaríki

Ferð með Undir hamrinum á tvær leiklistarhátíðir í Rússlandi.

Um sýninguna: Undir hamrinum

Elsta efst

31/5  29/5  28/5  27/5  27/5  26/5  26/5  26/5  25/5  25/5  24/5  24/5  23/5  23/5  22/5  16/5  15/5 

31/5 2006

Mikið er nú afslappandi að vera bara kominn aftur í vinnuna sína.

Síðari tveirþriðju hópsins dvöldu á hótel Sentralnaja í þrjár nætur eftir að leikferð lauk og túristuðust af miklum móð. Fríkuðum út á magnaðasta útimarkaði sem sést hefur, borðuðum rússneskt, tíbetskt og grúsískt og heimsóttum kaffihús Margarítu við Patríarkatjarnir þar sem saga hennar og Meistarans hefst.

Ferðinni lauk svo með óumbeðnum glæfraakstri þriggja snarvitlausra leigubílstjóra út á völl. Nú vitum við semsé að það er hægt að keyra gamla Volgu á 160 km hraða á blautri hraðbraut og stunda stórsvig milli skynsamari ökumanna. Ög tala í farsíma á meðan.

Sem kennir okkur að sumt þarf maður ekkert að vita.

Þorgeir Tryggvason

Athugasemdir: 5

29/5 2006

Þá er þriðjungur hópsins snúinn aftur úr þessari Bjarmalandsför. Eins og menn sjá gáfust fá, eða öllu heldur engin, tækifæri til að blogga nema gegnum proxýinn Siggu Láru. Hins vegar er áætlað að skrifa ítarlega ferðasögu. Trúið mér, það er frá nógu að segja.

Sigurður H. Pálsson

Athugasemdir: 2

28/5 2006

Frá Togga:
Eftirlegukindurnar flippuðu á ishmaljovo-markaðnum, með óafturkræfum afleiðingum fyrir hljóðheim félaxins. Næsta sýning: Tommi litli í guslaraborg.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

Athugasemdir: 1

27/5 2006

Frá Sigga:
Rútuferðin mikla. Snakkbar dauðans, innbakaðir kúkar og kavíarkex með súkkulaðirjómaosti.
Stofnuð söngsveitin Kostrómur.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

27/5 2006

Frá Sigga, 19:36.

Í forrétt í kveðjudinnernum í Moskvu eru soðnir hálfmánar með dansandi björnum.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

26/5 2006

Frá Sigga, 09.40.
Sýndum í gær við dúndrandi hlátursrokur og bravóköll. Besti salur ever. Lokasýningarpartý við varðeld, einskonar uberbrekka með samkvæmisleikjum.

Frá Togga:
Hittum Guslileikara og lærðum að Fríðugusli er sk. Novgorod-gusli. Þeir sem eiga Jólaævintýrisdisk eru beðnir að leiðrétta bækinginn.

(Sú sem ritar skildi ekki þessi skilaboð og veit ekki hvað "gusli" er.)

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

Athugasemdir: 2

26/5 2006

Frá Togga:
"Og nú lýkur hátíðinni á aldeilis stórfínni Ostrovskisyningu frá Perm. Heim til Moskvu í fyrramálið."

Á þessu má skilja að Hamarshópurinn hafu huxað sér að verða eftirleiðis Moskvudeild Hugleix. Ekki satt?

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

26/5 2006

Frá Sigga, 20:11.
Jói lenti í vanhæfustu ræningjum Rússlands. Lét þá hafa íslenskan 1000-kall og fékk í staðinn forláta krossnisti.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

25/5 2006

Smess morgunsins:

09:11
Í morgun var súrrealísk gagnrýnisessjón sem snerist mest um hvort megi blóta á sviði. Og nú er það alveg prýðileg rússnesk baðstofukómedía með lítilli framvindu en þeim mun meira balalajkuspili.

10:37
Hádegisverðurinn: Baunasúpa, soðið hvítkál, meiri baunir og sveskjudjús. Er einhver að reyna að klekkja á okkur?

12:31
Á sviðinu í augnablikinu: Tveir Þjóðverjar að snappa og sá þriðji með beina lýsingu á ensku í hljóðkerfinu svo að Rússarnir geti valið um tvö tungumál til að skilja... ekki.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

25/5 2006

Frá Togga, kl. 18:51
Hah! Enn einn frægur sigur!

Guðmundur Erlingsson

24/5 2006

Smess sem komin eru í dag:

A first: Leiðinleg lettnesk sýning.
---
Önnur sýning hátíðarinnar. "Draugaverkir" e. Sigarev í flutningi rússneskra unglinga sem fyrirsjáanlega réðu ekkert við það.
---
Vorum að fatta að þetta er 10. erlenda hátíðin sem Hugleikur sýnir á. Hátíðarsýning á morgun.
---
Aaarrrg! Ein leiðindin enn í algleymingi.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

24/5 2006

Kl.20.00:
Fréttir úr Selakofa: Ágæt hollensk sýning sem reddaði deginum leiklistarlega séð.

Á skordýrasviðinu tóxt að myrða alla maurana í herbergi 5 og fyrirhuguðum varðeldi var aflýst vegna mýs.

Af tæknisviðinu eru þau tíðindi helst að þegar við höfum bætt einu fjöltengi við græjukostinn hefur ljósaborðið stækkað um helming. Og flísarnar og glerbrotin ásviðinu valda nokkrum áhyggjum.

En það þýðir ekki að kvarta þegar Kaupfélag Selkyfinga selur bjór, vodka og vandaðan Whiskey-rakspíra.

Sýning á morgun.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

Athugasemdir: 4

23/5 2006

Frá Togga:

Erum í rútu með Hollenskum leikhóp á leið til Schelyekhovo. Miklar væntingar um betri aðbúnað og sérstaklega salernin. Leiklistins kemur svo í þriðja sæti.

PS: Sum okkar unnu 3000 rúblur í rússneskri rúllettu - og enginn dó.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

Athugasemdir: 1

23/5 2006

Jahér. Maður fer nú bara að efast um að við endurheimtum Hamarshópinn. Þau eru komin lennngst. Allavega, frá Togga:

Kl. 14:54
Alea jacta est - Hugleikur er farinn yfir Volgu.

Kl. 17:22
Nálgumst Schelyekhovo eftir 23 tíma ferðalag. Höfum aldrei komið svona langt út í sveit! Óvíst með gsm-samband næstu daga.

En það fór greinilega betur en á horfðist, þar sem nú í kvöld kom:

Kl: 20:56
Það er bara fallegt hér í Schelyekhovo! Gistiaðstaða ágæt, svo og tojararnir, en maturinn heldur dapur.
---
Kettirnir tveir sem hér eru heimagangar hafa hlotið nöfnin Bibbi og Baldur. Fjórar sýningar á morgun og svo við...
---
Dæmi um rússneskt skipulag: Alþjóðleg leiklistarhátíð með fjórum erlendum sýningum. Tvö námskeið, þar af eitt FRAMSAGNARNÁMSKEIÐ!!!!!?

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

Athugasemdir: 6

22/5 2006

Eftirfarandi sms var að berast frá Togga:

"Tóxt hið besta, áhorfendur hlógu og gaggrýnendur migu á sig af hrifningu.
Næst: Kveðjupartí og svo næturlest til Moskvu og 8 tíma rúta á seinni hátíðina."

Svo mörg voru þau orð. Trúlega er lítið um internetsamband í Garðaríki.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

16/5 2006

Klukkan er fjögur. Væri til í að lúlla meira. En neinei. Ekki má maður það. Bless bless.

Sigurður H. Pálsson

Athugasemdir: 3

15/5 2006

Klukkan er að verða tólf og aðeins örfáir klukkutímar þar til við brunum til Kebblavíkur í átt til Arlanda og þaðan til Moskvu. Búið að pakka megninu af HAFURtaskinu, og prentarinn minn spýtir út úr sér blöðum með kirillíska starfófinu sem óður væri.

Við erum að fara til Rússlands!

Þetta er alltsaman frekar spennandi. Við erum að fara á tvær hátíðir eins og kom fram í inngangi. Meira vitum við eiginlega ekki, en gamall hugleiksvinur, Maxim að nafni, mun taka á móti okkur á flugvellinum og hann er gaur af því taginu að það er sennilega fánýtt að hafa innistæðulausar áhyggjur. Var bjargvættur okkar í Gatchina um árið þegar okkar eigin túlkur þurfti að sinna einkaerindum/drekka vodka/eitthvað. Hittum hann svo aftur í Mónakó í sumar. Hann ætlar að fylgja okkur í gegnum þetta ævintýri og veit það heldur á gott.

Ég vona að okkur takist að blogga á meðan ferðin stendur, en annars verður þeim mun ítarlegri ferðasaga birt hér eftir heimkomu. I promise.

Þorgeir Tryggvason