Sagnasafn Hugleiks

Páskahret (1996)

Höfundur: Árni Hjartarson

Hlutverk: 24 (12/12/0)

Hópur ferðalanga lendir í illviðri í skíðaferð á hálendinu í Dymbilviku. Þau komast við illan leik í skála Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri. Í gleðskap um kvöldið er fararstjórinn myrtur með ísöxi á dularfullan hátt. Hann þótti varmenni og ljóst að allir vildu hann feigan. Sýslumannsfulltrúi frá Hvolsvelli, sem er með í för, gengur í að rannsaka málið með viðurkenndum aðferðum spæjara úr glæpareyfurum sem hann hefur lesið fullmikið af. Á meðan keppast Hjálparsveitir landsins og Víkingasveit lögreglunnar við að verða fyrstar á staðinn til að bjarga fólkinu og handsama morðingjann. Stórhríðin geysar og vistin í skálanum, þar sem fararstjórinn situr dauður í sæti sínu, fer að taka á taugarnar á ferðafólkinu. Yfirskilvitlegir atburðir gerast og líkið hverfur á óskiljanlegan hátt áður en hjálparsveitum tekst að brjótast upp í Hrafntinnusker. Í lokin lægir óveðrið og málin skýrast með óvæntum hætti.

Söngtextar:

Ísbjarnartregi
Hjálparsveitarsöngur
Hraustir menn
Hjálparsveitarhvatning
Lokastef

Sett upp af Hugleik:

Tjarnarbíó (1996)