Sagnasafn Hugleiks

Sagan um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og samsveitunga hans (1991)

Höfundar:

Anna Kristín Kristjánsdóttir
Unnur Guttormsdóttir

Þegar leikritið byrjar er Sveinn í Spjör nýdáinn og vaknar upp hinu megin. Þar hittir hann fyrir Hildi blöðru og fjallar leikritið um samskipti þeirra við eftirlifendur og það hvernig þau reyna að ljúka þeim verkum sem þeim gafst ekki tími til í lifenda lífi. Hann vill ná saman við ástina sína miklu, hana Málfríði á Mikla-Kroppi, Hildur stefnir að því að leggja förukonu-stéttina á Íslandi niður. Svo vilja þau bæði reyna að hafa áhrif á makaval barna sinna. Allt fer vel að lokum.

Söngtextar:

Tæfan hann á tálar dró
Örvæntingardúett
Þegar dumbrauð sólin
Draumdúett
Amors örvahríð
Söngur prestsins
Ævintýrið endar vel

Sett upp af Hugleik:

Brautarholt 8 (1991)

Sett upp utan Hugleiks:

Umf. Íslendingur (1993)
Leikfélagið Grímnir (1996)
Leikfélag Rangæinga (2008)