Sagnasafn Hugleiks

Sirkus (2004)

Höfundar:

Ármann Guðmundsson
Hjördís Hjartardóttir
Sævar Sigurgeirsson
Þorgeir Tryggvason

Verkið gerist árið 1949, í algleymingi Kalda stríðsins og haftastefnu í utanríkisviðskiptum. Hinir nýsjálfstæðu Íslendingar eru mjög meðvitaðir um hættuna sem stafar af heimsvaldastefnu Rússa og hafa í varnarskyni stofnsett leyniþjónustu til að fylgjast með aðgerðum þeirra. Ungur maður, Björn að nafni, kemur nýútskrifaður úr leyniþjónustunámi í Bandaríkjunum til að stýra starfsemi hennar. Fyrsta verkefnið er heldur engin smásmíði – að fylgjast með rússneskum sirkus sem er væntanlegur til landsins sem liður í flóknum vöruskiptaviðskiptum þjóðanna. Jafnframt þurfa Björn og aðstoðarmenn hans að hafa uppi á stórhættulegum gagnnjósnara, hinni dularfullu Matthildi Haraldsdóttur, eða Möttu Har.

Söngtextar:

Forleikur
Jafnvægis- og sirkusþrá Jóhannesar
Söngur Ritu um Björn
Ástardúett H.Karls og Þuríðar
Inngöngumars Sirkussins
Nallinn smallinn
Verkfallssöngur Sirkusfólksins
Lokasöngur

Sett upp af Hugleik:

Tjarnarbíó (2004)