Embættismannahvörfin (1997)
Höfundar: Anna Kristín KristjánsdóttirÁrmann Guðmundsson
Fríða Bonnie Andersen
Sigrún Óskarsdóttir
Sævar Sigurgeirsson
Unnur Guttormsdóttir
V. Kári Heiðdal
Þorgeir Tryggvason
Ungur, lesblindur, misþroska og munaðarlaus embættismaður hjá Reykjavíkurborg, Friðþjófur að nafni, er sendur upp að Korpúlfsstöðum til að leita að embættismönnum sem þangað hafa átt erindi en horfið sporlaust. Þegar þangað kemur kemst Friðþjófur að því að á Korpúlfsstöðum hefur hópur fólks hreiðrað um sig án vitundar yfirvalda. Hann ákveður að dvelja þarna og leita upplýsinga um afdrif embættismannanna en verður lítið ágengt, en kynnist hins vegar æ betur hinu litríka fólki sem þarna býr og hefur á endanum fundið sjálfan sig og stúlkuna sem hann elskar, auk þess sem embættismennirnir koma í leitirnar, en afdrif þeirra voru enn einkennilegri en talið var í upphafi.
Söngtextar:
Lífið er línudansBein útsending
Mig langar í hest
Bond-stúlkan þín
Ættbogaskyttan
Par-reið
Dauði Tótu
Framtíðarskipulag
Ástir samlyndra hjóna
Komu, sáu, hurfu
Virkjum Korpúlfsstaði
Sett upp af Hugleik:
Tjarnarbíó (1997) |