Ég bera menn sá (1993)
Höfundar: Anna Kristín KristjánsdóttirUnnur Guttormsdóttir
Ógurlegar jarðhræringar og eldsumbrot svifta álfaprinsessu heimili sínu og fjölskyldu. Hún reikar um mannheima og hulduheima í leit sinni að foreldrum sínum en rekst þá á álfapilt sem hún heillast af. Móðir piltsins vill ekkert með hana hafa og bruggar henni álög, þess efnis að hún skuli villast til mannheima. Þangað fer hún nauðug gerist vinnukona á hinu nöturlega heimili í Gröf. Á hverri jólanótt falla af henni álögin og þá er henni heimilt að hverfa til álfheima en þó einungis ef henni tekst að söðla mann og beisla, ríða á honum á áfangastað. Álfasveinninn getur ekki gleymt stúlkunni sinni og leitar víða. Hann ræðst sem vinnumaður að Gröf. Tekur nú að hitna í kolunum. Fólkið á bænum eru íslenskir bændur í hlekkjum hugarfarsins, synirnir stefna á mölina, húsfreyjan bruggar og bóndi slær með orfi og ljá. Samlíf þeirra er stirt og kalt. Tvær skessur blanda sér sífellt í það sem fram fer og undarlegur förumunkur kemur einnig við sögu.
Söngtextar:
ÖrlagaþulaSvefnherbergisljóð
Sálmur Meyvants
Tjútturassar
Huldustef
Álagaóperan
Víxlsöngur Bölvars og Ragnars
Skessuþula
Rollurapp
Rappræður I
Rappræður II
Vísur Bölvars og Ragnars
Hætt skal leik
Sett upp af Hugleik:
Tjarnarbíó (1993) |
Sett upp utan Hugleiks:
Umf. Skallagrímur (2000) |